Mjög áhrifaríkt augnkrem fyrir þroskaða húð með rauðsmárakjarna og kombucha ásamt A- og E-vítamínum, löngum og stuttum keðjum hýalúrónsýru og olíu úr makadamíuhnetum sem veitir djúpvirkandi endurnýjun.
Öldrun húðarinnar þreyta, bólgur og dökkir baugar er oft það sem er mest sýnilegt í kringum augnsvæðið eftir því sem við eldumst, húðin er þynnri og viðkvæmari í kringum augnsvæðið og þarf sérstakt aðhald.
Tri-Care augnkremið er með þrefalda virkni og tekur á öllum þessum kvillum í einu öflugasta augnkreminu frá Janssen Cosmetics.
Inniheldur m.a A-Vitamín sem eykur endurnýjun og sléttir húðina, Sensitive Complex sem herjar sérstaklega á þrota og dökka bauga og E-Vítamín sem styrkir húðfrumunar og hægir á öldrun húðarinnar.